Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   þri 17. maí 2016 19:10
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Byrjunarlið KR og Stjörnunnar: Baldur og Grétar byrja
Baldur Sigurðsson átti góð ár hjá KR.
Baldur Sigurðsson átti góð ár hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kennie Chopart byrjar hjá KR.
Kennie Chopart byrjar hjá KR.
Mynd: Kr.is
Stórleikur 4. umferðarinnar í Pepsi deildinni fer fram núna kl 20:00.

Þá mætast KR og Stjarnan í Frostaskjólinu.

Bæði liðin eru taplaus en KR er með fimm stig eftir sigur á FH og jafntefli á móti Víkingum og Þrótti. Stjarnan hefur á meðan unnið alla sína leiki, á móti Fylki, Víkingum og Þrótti.

Textalýsingar kvöldsins:
19:15 Víkingur R. - Valur
19:15 Þróttur - Breiðablik
20:00 KR - Stjarnan

KR-ingar gera eina breytingu frá liðinu sem vann FH í síðasta leik. Það er Dani fyrir Dana, Kennie Chopart kemur inn í staðin fyrir Denis Fazlagic.

Stjarnan gerir einnig eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Veigar Páll Gunnarsson fer aftur á bekkinn og Eyjólfur Héðinsson kemur í hans stað.

Byrjunarlið KR:
Stefán Logi Magnússon
Morten Beck
Michael Præst Möller
Gunnar Þór Gunnarsson
Skúli Jón Friðgeirsson
Finnur Orri Margeirsson
Hólmbert Aron Friðjónsson
Pálmi Rafn Pálmason
Indriði Sigurðsson
Kennie Knak Chopart
Óskar Örn Hauksson

Byrjunarlið Stjörnunnar:
Duwayne Kerr
Brynjar Gauti Guðjónsson
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Guðjón Baldvinsson
Baldur Sigurðsson
Daníel Laxdal
Heiðar Ægisson
Hörður Árnason
Ævar Ingi Jóhannesson
Eyjólfur Héðinsson
Halldór Orri Björnsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner