Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. maí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli um markvarðarstöðuna: Vita ekki hvað er í gangi inn á okkar æfingasvæði
Aron Snær
Aron Snær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Kristófer
Ólafur Kristófer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvarðarstaðan hjá Fylki hefur mikið verið í umræðunni í upphafi móts. Ólafur Kristófer Helgason var í markinu í fyrstu tveimur leikjunum en Aron Snær Friðriksson hefur varið mark liðsins í síðustu tveimur.

Rætt hefur verið um hvort að hringl á markvörðum skaði öryggið í varnarlínunni og hvort það að skipta út markverði hafi áhrif á sjálfstraust hans til lengri tíma litið.

Anton Freyr Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net, spurði Atla Svein Þórarinsson, annan af þjálfurum Fylkis, út í markvarðaumræðuna eftir leikinn gegn Leikni í gær.

„Umfjöllunin svo sem snertir mig voðalega lítið. Menn vita náttúrulega vita þannig séð ekki hvað er í gangi hjá okkur inn á æfingasvæði. Við búum við það að vera með tvo mjög góða markmenn. Aron spilaði þennan leik og gerði það fínt. Ég reikna með að hann spili næsta leik líka."

Finnst þér Ólafur Kristófer hafa fengið ósanngjarna gagnrýni?

„Ég veit það ekki, ég hef svo sem ekki lesið hvern einasta staf. Óli er mjög efnilegur markmaður og spilaði að mörgu leyti mjög vel þessa tvo fyrstu leiki. Hann er vaxandi og á eftir að verða miklu miklu betri," sagði Atli. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Næsti leikur Fylkis er gegn Keflavík á föstudag.
Atli Sveinn pirraður: Léleg frammistaða hjá dómara leiksins
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner