Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 17. maí 2021 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavallarárangur KR óboðlegur
Frá heimavelli KR í Vesturbæ.
Frá heimavelli KR í Vesturbæ.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
KR virðist ekki líða mjög vel á heimavelli sínum í Vesturbæ, alla vega ef árangurinn er skoðaður.

Í fyrra var árangur KR á heimavelli nóg til að skila þeim í tíunda sæti í Pepsi Max-deildinni á meðalfjölda stiga. Aðeins Grótta og Fjölnir, liðin sem féllu úr deildinni, voru með slakari árangur á heimavelli.

KR hefur byrjað þetta tímabil á tveimur tapleikjum á heimavelli, gegn KA og svo gegn Val í kvöld.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Stöð 2 Sport að hann hefði ekki skýringar á þessu. Gunnlaugur Jónsson, fyrrum leikmaður KR, segir að það verði að finna lausnir.

„Það er erfitt að finna hvað þetta nákvæmlega er. Eitthvað er þetta því þetta er óásættanlegt fyrir KR sem félag að tapa aftur og aftur á heimavelli. Þeir verða að finna lausnir. Þeir mega ekki við mörgum töpum í viðbót á heimavelli ef þeir ætla sér eitthvað í þessari deild," sagði Gunnlaugur.

Næst fer KR í Kaplakrika og mætir FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner