Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 17. maí 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bellingham ætlar ekki í enska boltann í haust
Mynd: Getty Images

Miðjumaðurinn efnilegi Jude Bellingham hefur verið orðaður við endurkomu í enska boltann þar sem Manchester United og Liverpool hafa áhuga á að festa kaup á honum.


Bellingham, sem verður 19 ára í júní, er lykilmaður í liði Dortmund og ætlar ekki að yfirgefa félagið í sumar líkt og liðsfélagi sinn Erling Braut Haaland.

„Ég verð áfram hjá Borussia Dortmund á næstu leiktíð," sagði Bellingham.

„Ég er einbeittur að því að gera vel fyrir Dortmund og tilbúinn fyrir komandi átök."

Bellingham skoraði þrjú og lagði fimm upp í átta Evrópuleikjum á tímabilinu. Í heildina átti hann 6 mörk og 14 stoðsendingar í 44 leikjum.

Táningurinn, sem var keyptur frá Birmingham sumarið 2020, er samningsbundinn Dortmund til 2025.


Athugasemdir
banner
banner
banner