Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 17. júní 2020 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Tokic fagnaði afmælinu með þrennu - „Ég sparkaði ekki í hann"
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hrvoje Tokic, framherji Selfyssinga í 2. deild karla, var brattur eftir 4-3 sigurinn á Kára í fyrstu umferðinni í dag en hann skoraði þrennu í leiknum og á afmælisdeginum!

Tokic fagnaði merkum áfanga í kvöld en hann varð þrítugur í dag og því viðeigandi að fagna því með þrennu í sjö marka leik.

Hann var auðvitað í skýjunum með sigurinn og mörkin en þetta var ansi sérstakt augnablik fyrir framherjann knáa.

„Það var mikilvægasta að vinna og það var svo mikilvægt að ég get ekki lýst því fyrir þér og það er ótrúlegt því þetta er í fyrsta sinn frá því ég byrjaði að æfa fótbolta þar sem ég spila á afmælisdeginum," sagði Tokic við Fótbolta.net.

„Þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað fengið og ég er svo ánægður og stoltur af mínum mönnum."

„Káramenn mættu grimmir í leiknum og vildu vinna en við sýndum karakter í leiknum,"
sagði hann ennfremur.

Tokic skoraði 22 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni með Selfyssingum síðasta sumar og er strax kominn með þrjú mörk í fyrsta leik en hvað er hann að gera í 2. deildinni?

„Ég er ánægður að hafa skorað og ég er alltaf að spila eins mikið og ég get, stundum í Pepsi og stundum annars staðar en ég er svo ánægður með þetta."

Á 83. mínútu leiksins vildu Káramenn fá Tokic af velli fyrir að sparka í Birgi Stein Ellingsen. Tokic var á gulu en slapp. Hann segist ekki hafa sparkað í hann.

„Ég sagði við hann að ef ég sparka í þig þá verður það ekkert sérstaklega þægilegt fyrir þig en ég er fagmaður og myndi aldrei sparka í hann," sagði Tokic en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.
Athugasemdir
banner