Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 17. júní 2020 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Tokic fagnaði afmælinu með þrennu - „Ég sparkaði ekki í hann"
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hrvoje Tokic, framherji Selfyssinga í 2. deild karla, var brattur eftir 4-3 sigurinn á Kára í fyrstu umferðinni í dag en hann skoraði þrennu í leiknum og á afmælisdeginum!

Tokic fagnaði merkum áfanga í kvöld en hann varð þrítugur í dag og því viðeigandi að fagna því með þrennu í sjö marka leik.

Hann var auðvitað í skýjunum með sigurinn og mörkin en þetta var ansi sérstakt augnablik fyrir framherjann knáa.

„Það var mikilvægasta að vinna og það var svo mikilvægt að ég get ekki lýst því fyrir þér og það er ótrúlegt því þetta er í fyrsta sinn frá því ég byrjaði að æfa fótbolta þar sem ég spila á afmælisdeginum," sagði Tokic við Fótbolta.net.

„Þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað fengið og ég er svo ánægður og stoltur af mínum mönnum."

„Káramenn mættu grimmir í leiknum og vildu vinna en við sýndum karakter í leiknum,"
sagði hann ennfremur.

Tokic skoraði 22 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni með Selfyssingum síðasta sumar og er strax kominn með þrjú mörk í fyrsta leik en hvað er hann að gera í 2. deildinni?

„Ég er ánægður að hafa skorað og ég er alltaf að spila eins mikið og ég get, stundum í Pepsi og stundum annars staðar en ég er svo ánægður með þetta."

Á 83. mínútu leiksins vildu Káramenn fá Tokic af velli fyrir að sparka í Birgi Stein Ellingsen. Tokic var á gulu en slapp. Hann segist ekki hafa sparkað í hann.

„Ég sagði við hann að ef ég sparka í þig þá verður það ekkert sérstaklega þægilegt fyrir þig en ég er fagmaður og myndi aldrei sparka í hann," sagði Tokic en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner