Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   mið 17. júní 2020 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Tokic fagnaði afmælinu með þrennu - „Ég sparkaði ekki í hann"
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hrvoje Tokic, framherji Selfyssinga í 2. deild karla, var brattur eftir 4-3 sigurinn á Kára í fyrstu umferðinni í dag en hann skoraði þrennu í leiknum og á afmælisdeginum!

Tokic fagnaði merkum áfanga í kvöld en hann varð þrítugur í dag og því viðeigandi að fagna því með þrennu í sjö marka leik.

Hann var auðvitað í skýjunum með sigurinn og mörkin en þetta var ansi sérstakt augnablik fyrir framherjann knáa.

„Það var mikilvægasta að vinna og það var svo mikilvægt að ég get ekki lýst því fyrir þér og það er ótrúlegt því þetta er í fyrsta sinn frá því ég byrjaði að æfa fótbolta þar sem ég spila á afmælisdeginum," sagði Tokic við Fótbolta.net.

„Þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað fengið og ég er svo ánægður og stoltur af mínum mönnum."

„Káramenn mættu grimmir í leiknum og vildu vinna en við sýndum karakter í leiknum,"
sagði hann ennfremur.

Tokic skoraði 22 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni með Selfyssingum síðasta sumar og er strax kominn með þrjú mörk í fyrsta leik en hvað er hann að gera í 2. deildinni?

„Ég er ánægður að hafa skorað og ég er alltaf að spila eins mikið og ég get, stundum í Pepsi og stundum annars staðar en ég er svo ánægður með þetta."

Á 83. mínútu leiksins vildu Káramenn fá Tokic af velli fyrir að sparka í Birgi Stein Ellingsen. Tokic var á gulu en slapp. Hann segist ekki hafa sparkað í hann.

„Ég sagði við hann að ef ég sparka í þig þá verður það ekkert sérstaklega þægilegt fyrir þig en ég er fagmaður og myndi aldrei sparka í hann," sagði Tokic en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner