Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mið 17. júní 2020 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Tokic fagnaði afmælinu með þrennu - „Ég sparkaði ekki í hann"
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hrvoje Tokic, framherji Selfyssinga í 2. deild karla, var brattur eftir 4-3 sigurinn á Kára í fyrstu umferðinni í dag en hann skoraði þrennu í leiknum og á afmælisdeginum!

Tokic fagnaði merkum áfanga í kvöld en hann varð þrítugur í dag og því viðeigandi að fagna því með þrennu í sjö marka leik.

Hann var auðvitað í skýjunum með sigurinn og mörkin en þetta var ansi sérstakt augnablik fyrir framherjann knáa.

„Það var mikilvægasta að vinna og það var svo mikilvægt að ég get ekki lýst því fyrir þér og það er ótrúlegt því þetta er í fyrsta sinn frá því ég byrjaði að æfa fótbolta þar sem ég spila á afmælisdeginum," sagði Tokic við Fótbolta.net.

„Þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað fengið og ég er svo ánægður og stoltur af mínum mönnum."

„Káramenn mættu grimmir í leiknum og vildu vinna en við sýndum karakter í leiknum,"
sagði hann ennfremur.

Tokic skoraði 22 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni með Selfyssingum síðasta sumar og er strax kominn með þrjú mörk í fyrsta leik en hvað er hann að gera í 2. deildinni?

„Ég er ánægður að hafa skorað og ég er alltaf að spila eins mikið og ég get, stundum í Pepsi og stundum annars staðar en ég er svo ánægður með þetta."

Á 83. mínútu leiksins vildu Káramenn fá Tokic af velli fyrir að sparka í Birgi Stein Ellingsen. Tokic var á gulu en slapp. Hann segist ekki hafa sparkað í hann.

„Ég sagði við hann að ef ég sparka í þig þá verður það ekkert sérstaklega þægilegt fyrir þig en ég er fagmaður og myndi aldrei sparka í hann," sagði Tokic en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner