Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 17. júní 2020 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Tokic fagnaði afmælinu með þrennu - „Ég sparkaði ekki í hann"
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Hrvoje Tokic var magnaður í kvöld
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hrvoje Tokic, framherji Selfyssinga í 2. deild karla, var brattur eftir 4-3 sigurinn á Kára í fyrstu umferðinni í dag en hann skoraði þrennu í leiknum og á afmælisdeginum!

Tokic fagnaði merkum áfanga í kvöld en hann varð þrítugur í dag og því viðeigandi að fagna því með þrennu í sjö marka leik.

Hann var auðvitað í skýjunum með sigurinn og mörkin en þetta var ansi sérstakt augnablik fyrir framherjann knáa.

„Það var mikilvægasta að vinna og það var svo mikilvægt að ég get ekki lýst því fyrir þér og það er ótrúlegt því þetta er í fyrsta sinn frá því ég byrjaði að æfa fótbolta þar sem ég spila á afmælisdeginum," sagði Tokic við Fótbolta.net.

„Þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað fengið og ég er svo ánægður og stoltur af mínum mönnum."

„Káramenn mættu grimmir í leiknum og vildu vinna en við sýndum karakter í leiknum,"
sagði hann ennfremur.

Tokic skoraði 22 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni með Selfyssingum síðasta sumar og er strax kominn með þrjú mörk í fyrsta leik en hvað er hann að gera í 2. deildinni?

„Ég er ánægður að hafa skorað og ég er alltaf að spila eins mikið og ég get, stundum í Pepsi og stundum annars staðar en ég er svo ánægður með þetta."

Á 83. mínútu leiksins vildu Káramenn fá Tokic af velli fyrir að sparka í Birgi Stein Ellingsen. Tokic var á gulu en slapp. Hann segist ekki hafa sparkað í hann.

„Ég sagði við hann að ef ég sparka í þig þá verður það ekkert sérstaklega þægilegt fyrir þig en ég er fagmaður og myndi aldrei sparka í hann," sagði Tokic en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.
Athugasemdir
banner