Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kiddi Steindórs framlengir hjá Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson hefur náð samkomulagi við Breiðablik um eins árs framlengingu á samningi sínum. Hans fyrri samningur átti að renna út í lok þessa tímabils, en hann er nú samningsbundinn út næsta tímabil.

Kiddi, eins og hann er oftast kallaður, er 34 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem sneri aftur til Blika árið 2020 eftir veru erlendis og hjá FH. Hann er uppalinn Bliki en hélt í atvinnumennsku eftir tímabilið 2011.

Kiddi lék með Halmstad, Columbus Crew og Sundsvall áður en hann hélt aftur heim til Íslands og samdi við FH fyrir tímabilið 2018 og var þar í tvö tímabil. Hann lék á sínum tíma þrjá landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk.

Í 214 keppnisleikjum fyrir Breiðablik hefur Kiddi skorað 67 mörk. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö. Hann hefur byrjað átta af fyrstu tíu leikjum Blika í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner