Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Edda: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
Davíð Smári eftir fyrsta sigurinn: Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
   sun 17. júlí 2016 22:27
Fótbolti.net
Árni Vill: Ætla ekki að láta veiða mig í þetta
Árni í leiknum í kvöld.
Árni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera kominn heim. Þetta var ástríðusigur hjá okkur öllum," sagði Árni Vilhjálmsson í hressu viðtali við Tómas Meyer eftir 3-0 sigur Breiðabliks á Fjölni í kvöld.

Árni lagði upp þrjú mörk í leiknum en hefði hann ekki sjálfur viljað skora?

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

„Það hefði ekki verið leiðinlegt. Auðvitað hefði ég viljað skora. Ég hefði viljað fá eitt færi og náð skoti á markið. Mér er samt eiginlega alveg sama. Við vinnum 3-0 og erum áfram í toppbaráttunni."

Árni var að spila sinn fyrsta leik með Blikum í tæp tvö ár en hann er kominn aftur til félagsins á láni frá Lilleström.

„Maður vill fyrst og fremst spila og ég fæ tækifæri að koma hingað í uppeldisfélagið á láni í fjóra mánuði. Ég vil líka halda mér í standi fyrir erfiða baráttu um U21 sæti. Við eigum möguleika á að fara ansi langt þar. Hver einasti leikmaður í því liði þarf að spila 90 mínútur í hverri viku áður en við spilum þrjá erfiða leiki í lok árs."

Tómas reyndi að fá Árna til að gefa upp markmið yfir það hvað hann ætli sér að skora mörg mörk í sumar.

„Ég ætla ekki að láta veiða mig í þetta," sagði Árni og brosti. „Það er erfitt að svara þessu. Ég reyni að skora úr öllum mínum færum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner