Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 17. júlí 2016 22:27
Fótbolti.net
Árni Vill: Ætla ekki að láta veiða mig í þetta
Árni í leiknum í kvöld.
Árni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera kominn heim. Þetta var ástríðusigur hjá okkur öllum," sagði Árni Vilhjálmsson í hressu viðtali við Tómas Meyer eftir 3-0 sigur Breiðabliks á Fjölni í kvöld.

Árni lagði upp þrjú mörk í leiknum en hefði hann ekki sjálfur viljað skora?

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

„Það hefði ekki verið leiðinlegt. Auðvitað hefði ég viljað skora. Ég hefði viljað fá eitt færi og náð skoti á markið. Mér er samt eiginlega alveg sama. Við vinnum 3-0 og erum áfram í toppbaráttunni."

Árni var að spila sinn fyrsta leik með Blikum í tæp tvö ár en hann er kominn aftur til félagsins á láni frá Lilleström.

„Maður vill fyrst og fremst spila og ég fæ tækifæri að koma hingað í uppeldisfélagið á láni í fjóra mánuði. Ég vil líka halda mér í standi fyrir erfiða baráttu um U21 sæti. Við eigum möguleika á að fara ansi langt þar. Hver einasti leikmaður í því liði þarf að spila 90 mínútur í hverri viku áður en við spilum þrjá erfiða leiki í lok árs."

Tómas reyndi að fá Árna til að gefa upp markmið yfir það hvað hann ætli sér að skora mörg mörk í sumar.

„Ég ætla ekki að láta veiða mig í þetta," sagði Árni og brosti. „Það er erfitt að svara þessu. Ég reyni að skora úr öllum mínum færum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir