Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 17. júlí 2018 23:16
Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðs: Mín einbeiting 100% hjá íslenska landsliðinu
Icelandair
Íslenska landsliðið er það eina sem er í huga Helga Kolviðssonar þessa stundina þrátt fyrir slúðursögur í indverskum fjölmiðlum um annað.
Íslenska landsliðið er það eina sem er í huga Helga Kolviðssonar þessa stundina þrátt fyrir slúðursögur í indverskum fjölmiðlum um annað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mín einbeiting er 100% hjá íslenska landsliðinu núna," sagði Helgi Kolviðsson við Fótbolta.net í kvöld en hann útilokar að hann sé að taka við Pune City í indversku deildinni.

Indverskir fjölmiðlar fullyrtu þetta í kvöld en svo virðist sem sú frétt sé úr lausu lofti gripin því Helgi kannaðist ekkert við málið þegar Fótbolti.net heyrði í honum í kvöld.

„Ég hef aldrei heyrt eitt eða neitt um þetta áður og hef engin sambönd í þessa átt. Ég veit ekki einu sinni hvaða lið þetta er," sagði Helgi.

Hann er sjálfur staddur hér á landi og er á vinnufundum í KSÍ vegna landsliðsins þessa vikuna.

„Minn hugur er allur hjá íslenska landsliðinu og að finna lausn á hvernig við höldum áfram þar," sagði Helgi. „Við munum hittast í KSÍ á morgun og ræða þá Rússlandsverkefnið og ganga frá því."

Helgi var ráðinn aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar fyrir tveimur árum þegar hann varð einn aðalþjálfari liðsins. Heimir tilkynnti í morgun að hann væri hættur þjálfun landsliðsins. KSÍ er að hefja leit að eftirmanni hans.
Athugasemdir
banner
banner