Ísland leikur sinn þriðja og síðasta leik í riðlakeppninni á EM er við mætum Frakklandi á morgun.
Við erum með tvö stig eftir tvo leiki og erum með örlögin í okkar höndum. Með sigri komumst við líka áfram, en við eigum líka möguleika ef við gerum jafntefli eða töpum með einu. Það fer eftir úrslitum í hinum leik riðilsins sem fer fram á sama tíma.
Við erum með tvö stig eftir tvo leiki og erum með örlögin í okkar höndum. Með sigri komumst við líka áfram, en við eigum líka möguleika ef við gerum jafntefli eða töpum með einu. Það fer eftir úrslitum í hinum leik riðilsins sem fer fram á sama tíma.
Enginn leikur í þessum riðli er auðveldur, svo sannarlega ekki. Sá erfiðasti er framundan.
Þróun frá síðasta móti: Frakkland var að flakka á milli þriðja og sjötta sæti heimslistans þegar síðasta Evrópumót fór fram, en núna er liðið í þriðja sæti listans.
Hvernig komust þær á mótið?
Frakkarnir áttu ekki í neinum vandræðum í sínum riðli og fóru áfram með 22 stig og markatöluna 44-0. Þær gerðu eitt jafntefli gegn Austurríki en unnu alla aðra leiki sína í riðlinum frekar þægilega.
Akkúrat núna eru þær á toppnum í sínum riðli í undankeppni HM með fullt hús stiga. Þær eru búnar að tryggja sig inn á mótið þegar tvær umferðir eru eftir og eru þær með markatöluna 40-3.
Lykilmenn liðsins
Hvar skal byrja?
Frakkar eru með ótrúlega sterkt lið og stórkostlega leikmenn í öllum stöðum. Flestir leikmenn liðsins eru að spila með Lyon og Paris Saint-Germain sem eru tvö af stærstu liðum Evrópu.
Það vakti athygli fyrir mót að Corinne Diacre, þjálfari liðsins, ákvað að velja ekki stórstjörnurnar Amandine Henry og Eugenie Le Sommer í hópinn. Diacre lenti upp á kant við þær tvær og þess vegna eru þær ekki með.
Hópurinn er samt sem áður stútfullur af frábærum leikmönnum. Wendie Renard, fyrirliðinn, er magnaður varnarmaður, Kadidiatou Diani er öflug fram á við, miðjumaðurinn Grace Geyoro hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á mótinu. Það er hægt að nefna svo margar.
Stærsta stjarnan í hópnum þessa stundina er líklega Marie-Antoinette Katoto en hún er meidd og getur ekki spilað gegn Íslandi.
Þjálfarinn
Corinne Diacre þjálfaði karlalið Clermont Foot í þrjú ár og stýrði hún liðinu í frönsku B-deildinni. Hún er hörð í horn að taka og hún er ekki hrædd við að taka stórar ákvarðanir eins og sést með Henry og Le Sommer. Diacre, sem lék á sínum tíma 121 landsleik fyrir Frakkland, hefur stýrt liðinu frá 2017 og stefnir hún á fyrsta gull Frakka á stórmóti.
Hvernig er okkar möguleiki?
Það er alltaf möguleiki í fótbolta en Frakkar eru mun sigurstranglegri. Það þarf ekkert að fara í felur með það. Þær eru í þriðja sæti á heimslistanum og eru með ótrúlega sterkt lið.
Franska liðið er samt komið áfram og búið að vinna riðilinn. Munu þær fara af fullum krafti inn í þennan leik? Þær þurfa ekkert að gera það. Þær geta slakað á fyrir átta-liða úrslitin. Með sigri, þá förum við áfram. Við höfum einu sinni unnið Frakka áður og það væri ótrúlega gaman að gera það aftur. Við höfum aldrei þurft á því meira að halda en núna.
Sjá einnig:
Andstæðingar Íslands á EM: Belgía
Andstæðingar Íslands á EM: Ítalía
Athugasemdir