Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 17. júlí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Kom ekkert á óvart en var ekkert auðveldara
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson var sannkölluð hetja Breiðabliks þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í Keflavík fyrr í kvöld í endurkomusigri. Keflavík komst 2-1 yfir snemma í síðari háfleik og þannig stóðu leikar allt fram á 80.mínútu leiksins þegar Höskuldur jafnaði leikinn með þrumuskoti utan teigs sem söng í netinu. Höskuldur var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Ísaki Snæ Þorvaldssyni í teig Keflavíkur. Höskuldur ræddi við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

„Við erum bara heppnir að komast héðan með þrjú stig. Þetta var djöfull erfiður leikur og bara járn í járn allan tímann.“ Sagði Höskuldur um viðbrögð sín við sigrinum.

Keflavíkurliðið mætti Blikum af hörku í dag og setti dágóða pressu á Kópavogspilta lengi vel í leiknum. Kom upplegg þeirra Höskuldi og liðsfélögum hans á óvart?

„Við vorum búnir að skoða þá vel og sjá að það er plan í gangi hjá þeim. Þeir eru ekkert eðlilega góðir í skyndisóknum þegar þeir vinna boltann þá vita þeir hvert þeir eiga að fara og þótt þú vitir það þá er það hægara sagt en gert að stoppa það þannig að það kom ekkert á óvart en var ekkert auðveldara þar með sagt.“

Mikið álag hefur verið á liði Breiðabliks að undanförnu. Er Höskuldur eitthvað farinn að finna fyrir því í fótunum?

„Nei nei. Þú kemst bara í betra og betra leikform. Þetta er bara því fleiri leikir því betra. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner