Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   sun 17. júlí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Kom ekkert á óvart en var ekkert auðveldara
watermark Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson var sannkölluð hetja Breiðabliks þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í Keflavík fyrr í kvöld í endurkomusigri. Keflavík komst 2-1 yfir snemma í síðari háfleik og þannig stóðu leikar allt fram á 80.mínútu leiksins þegar Höskuldur jafnaði leikinn með þrumuskoti utan teigs sem söng í netinu. Höskuldur var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Ísaki Snæ Þorvaldssyni í teig Keflavíkur. Höskuldur ræddi við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

„Við erum bara heppnir að komast héðan með þrjú stig. Þetta var djöfull erfiður leikur og bara járn í járn allan tímann.“ Sagði Höskuldur um viðbrögð sín við sigrinum.

Keflavíkurliðið mætti Blikum af hörku í dag og setti dágóða pressu á Kópavogspilta lengi vel í leiknum. Kom upplegg þeirra Höskuldi og liðsfélögum hans á óvart?

„Við vorum búnir að skoða þá vel og sjá að það er plan í gangi hjá þeim. Þeir eru ekkert eðlilega góðir í skyndisóknum þegar þeir vinna boltann þá vita þeir hvert þeir eiga að fara og þótt þú vitir það þá er það hægara sagt en gert að stoppa það þannig að það kom ekkert á óvart en var ekkert auðveldara þar með sagt.“

Mikið álag hefur verið á liði Breiðabliks að undanförnu. Er Höskuldur eitthvað farinn að finna fyrir því í fótunum?

„Nei nei. Þú kemst bara í betra og betra leikform. Þetta er bara því fleiri leikir því betra. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner