Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 17. júlí 2022 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: HK-ingar á toppinn eftir sigur á botnliðinu
Lengjudeildin
Stefán Ingi skoraði sjöunda mark sitt í deildinni í sumar
Stefán Ingi skoraði sjöunda mark sitt í deildinni í sumar
Mynd: Twitter/valgeir29
Þróttur V. 1 - 2 HK
0-1 Örvar Eggertsson ('22 )
0-2 Stefán Ingi Sigurðarson ('62 , víti)
1-2 Haukur Darri Pálsson ('88 )
Lestu um leikinn

HK er komið á toppinn í Lengjudeild karla eftir 2-1 sigur á Þrótti V. á Vogaídýfuvellinum á Vogum í dag.

Gestirnir tóku forystuna á 22. mínútu. Ásgeir Marteinsson þræddi boltanum í gegn á Örvar Eggertsson sem skoraði nokkuð auðveldlega framhjá Rafal Stefáni Daníelssyni.

Stefán Ingi Sigurðarson kom boltanum aftur í mark Þróttara nokkrum mínútum síðar eftir sendingu frá Örvari, en markið dæmt ógilt vegna rangstöðu.

Rafal Stefán bjargaði meistaralega á 35. mínútu fyrir heimamenn eftir skot Arnþórs Ara Atlasonar. Það var í raun ótrúlegt að HK hafi ekki leitt með meira en einu marki í hálfleik.

Liðið hélt áfram að sækja í þeim síðari og uppskáru HK-ingar mark eftir að Stefán Ingi var felldur í teig Þróttara. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði.

Ragnar Þór Gunnarsson var einna hættulegastur fram á við hjá heimamönnum. Hann tók aukaspyrnu sem fór rétt framhjá markinu á 67. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti hann aðra aukaspyrnu sem hafnaði í stöng.

Tveimur mínútum síðar minnkuðu heimamenn muninn. Það gerði Haukur Darri Pálsson og áfram héldu Þróttarar að sækja. Þeir voru ekki langt frá því að jafna meitn. Varamaðurinn Michael Kedman komst framhjá Arnari í marki HK og ætlaði svo að koma boltanum fyrir markið en HK-ingar náðu að hreinsa frá á síðustu stundu.

Fleiri urðu mörkin ekki og HK-ingar taka sigur með sér heim. Liðið er á toppnum með 25 stig en Þróttarar áfram á botninum með 5 stig eftir tólf leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner