Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 17. júlí 2023 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH er í félagaskiptabanni - Unnið að lausnum en ekki tekist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er í félagaskiptabanni og getur ekki fengið inn leikmann í glugganum á morgun. Þetta staðfesti Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, í svari við fyrirspurn Fótbolta.net.  Bandið gildir aðeins fyrir karlalið félagsins í meistaraflokki.

Þar segir: „Eins og staðan er í dag er karlalið FH í meistaraflokki í félagaskiptabanni samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls."

Valdimar Svavarsson formaður  FH staðfesti þetta einnig í stuttu svari við fyrirspurn Fótbolta.net.

„Skv úrskurðinum erum við komin í félagaskiptabann, þ.e. mfl karla. Félagið hefur unnið að lausnum á málinu sem enn hefur ekki tekist því það hefur reynst tæknilega flókið. Við munum áfram vinna að lausn," sagði Valdimar.

FH fékk 30 daga til að greiða 150 þúsund krónur í sekt og gera upp kröfu Morten Beck sem krafði FH um 24 milljónir.

„Þá hefur áfrýjunardómstóll staðfest úrskurð um að knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skuli sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp," segir í frétt á heimasíðu KSÍ sem birt var 15. júní.

FH var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag og var fjallað um að Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður KR, væri að ganga í raðir FH. Hann getur ekki orðið leikmaður félagsins á meðan meistaraflokkur karla er í félagaskiptabanni. Samningur Grétars við KR rennur út eftir tímabilið og getur hann því samið við FH fyrir næsta tímabil.

*Uppfært 12:52 með viðbrögðum FH.


Athugasemdir
banner
banner
banner