Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert verður úr kaupum Al-Nassr á Szczesny
Mynd: EPA
Sádi-arabíska félagið Al-Nassr hefur í sumar verið í markvarðarleit. Pólverjinn Wojciech Szczesny var á óskalistanum og virtist flest benda til þess að hann færi til Sádi frá ítalska félaginu Juventus.

Al-Nassr hefur verið í viðræðum við Juventus en samkvæmt The Athletic þá komust félögin ekki að samkomulagi um kaupverð. Pólverjinn var búinn að ná samkomulagi við Al-Nassri en allt lítur út fyrir að hann verði áfram hjá Juve í vetur.

Al-Nassr var einnig að skoða Ederson hjá Manchester City en lendingin virðist vera brasilíski markvörðurinn Bento sem kemur frá Athletico Paranaense í heimalandinu.

Hjá Al-Nassr eru leikmenn eins og Cristiano Ronaldo, Sadio Mane, Alex Telles, Marcelo Brozovic, Otavío og Aymeric Laporte.
Athugasemdir
banner
banner
banner