Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 17. júlí 2024 16:23
Elvar Geir Magnússon
Mikkel Jakobsen aftur til Færeyja
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski fótboltamaðurinn Mikkel Jakobsen er kominn aftur til Færeyja og genginn í raðir 07 Vestur. Hann lék með NSÍ í Runavík tímabilið 2021 og eftir það hélt hann til Íslands.

Sumarið 2022 lék hann 26 leiki fyrir Breiðholtsliðið Leikni í Bestu deildinni en liðið féll í lok tímabils.

Þá hélt hann til Ísafjarðar og lék með Vestra í fyrra, hann skoraði þrjú mörk í 21 leik fyrir Vestra í Lengjudeildinni og spilaði svo alla þrjá leiki liðsins i umspilinu þar sem liðið bar sigur úr býtum og tryggði sér sæti í deild þeirra bestu.

Jakobsen, sem er 25 ára kant- og miðjumaður yfirgaf Vestra eftir tímabilið í fyrra og hefur verið félagslaus síðan.

Hann er nú búinn að finna sér félagslið og er kominn til 07 Vestur sem er í sjötta sæti í færeysku Betri deildinni. Meðal samherja hans þar verður Sonni Ragnar Nattestad, fyrrum leikmaður FH og Fylkis.
Athugasemdir
banner
banner