
,,Barátta og vilji. Við gáfumst aldrei upp," sagði Almarr aðspurður hvað hafi gert gæfumuninn þegar Framarar tryggði sér bikarmeistaratitilinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Framarar lentu tvívegis undir í leiknum en komu til baka.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 6 Fram
,,Að fara 2-0 undir í hálfleik í svona leik er hrikalega erfitt en við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við gáfum allt í þetta í dag og uppskárum," sagði Almarr sem segir að það hafi verið virkilega erfitt að lenda aftur undir í stöðunni 2-2.
,,Það var næstum erfiðara að lenda 3-2 undir en 2-0 af því að við vorum búnir að jafna. Ég er svo ánægður með strákana að hafa haldið áfram. Það er ekki auðvelt í svona leik. Hálft liðið var farið að haltra, pungurinn á Ögmundi sprakk en þeir héldu áfram," sagði Almarr Ormarson einn af betri mönnum Fram í leiknum.
Viðtalið í heild sinni sérð þú í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir