„Það er ekki hægt annað en að vera sáttur eftir svona leik. Við þurftum að svara fyrir það sem gerðist í fyrra og það þurfti ekki mikið til að mótivera okkur fyrir þennan leik " sagði glaður Emil Pálsson leikmaður FH eftir góðan sigur á Stjörnunni.
Lestu um leikinn: FH 4 - 0 Stjarnan
„Það sást svo klárlega inni á vellinum en það var bara eitt lið þar inni í dag. Við erum í harðri toppbaráttu og nú setjum við smá pressu á KR.
Það er búið að vera mikill stígandi í leiknum hjá okkur undanfarið og við kórónum það og höldum því áfram í dag með frábærri frammistöðu.
Menn þurfa bara að horfa á töfluna. Við erum búnir að skora flest mörk í deildinni og við erum á toppnum. Hvað þurfum við meira en það."
Nánar er rætt við Emil í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir