Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. september 2019 10:22
Fótbolti.net
Davíð Viðars hættir eftir tímabilið (Staðfest)
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leggur skóna á hilluna eftir tímabilið en þetta var í umræðu í nýjasta Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

FH-ingar töpuðu fyrir Víkingi í bikarúrslitaleiknum í laugardag en í Innkastinu var talað um pirringinn hjá Hafnfirðingum eftir leik.

„Ég skil pirringinn í Davíð betur eftir að hafa heyrt að hann hafi talað um það eftir leikinn við hina ýmsu aðila að þetta yrði hans síðasta tímabil. Það séu þrír leikir eftir af hans ferli," sagði Elvar Geir í Innkastinu.

„Hann hefur þá verið meðvitaður um það þegar hann var að fara að spila þennan bikarúrslitaleik að þetta yrði hans síðasta tímabil."

Davíð staðfesti svo í samtali við 433 að þetta yrði hans síðasta tímabil.

„Ég hefði viljað hætta með titli, þetta var mjög svekkjandi um helgina. Þessi ákvörðun hefur verið í hausnum á mér síðasta árið. Það er fullt af hlutum sem spila inn í þessa ákvörðun mína, þetta eru 20 tímabil í meistaraflokki. Það er kannski bara kominn tími á að setja púður í aðra hluti," segir Davíð.

Davíð er 35 ára og hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari. Hann var valinn í úrvalslið áratugarins af útvarpsþættinum Fótbolti.net snemma á árinu en í viðtali af því tilefni sagðist hann ætla að hætta ef FH yrði Íslandsmeistari þetta tímabilið.


Innkastið - Meistaraþáttur og þjálfaraslúður
Athugasemdir
banner
banner
banner