Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 17. september 2021 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg: Innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings
Arnór í viðtali í dag.
Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen er genginn í raðir Víkings og skrifar undir þriggja ára samning. Hann kemur frá Fylki þar sem hann hefur verið frá því snemma síðasta sumar.

Haldinn var fréttamannafundur í Víkinni í dag og ræddi Fótbolti.net við Arnór um skiptin.

„Ég er mjög ánægður og mjög spenntur. Ég er búinn að hugsa um þetta í langan tíma, það hefur verið áhugi frá öðrum liðum og á endanum fannst mér þetta vera besta leiðin fyrir mig til að taka næsta skref," sagði Arnór.

Arnór segist stefna aftur út í atvinnumennsku en hann var á mála hjá Swansea áður en hann gekk í raðir Fylkis.

Arnór fór í aðgerð vegna nára kviðslits fyrir þremur dögum og er að ná sér eftir hana. Endurhæfingin á að taka á bilinu 4-6 vikur. Meiðslin hefur hann glímt við síðan snemma á þessu ári.

„Það er klárlega léttir að fá svör við því hvað hefur verið að hrjá mig. Ég er búinn að hitta mikið af læknum og sjúkraþjálfum. Það er geggjað að það sé búið að laga þetta."

Eru einhverjir einstaklingar sem hjálpa þér að taka þessa ákvörðun, kannski pabbi þinn?

„Já, klárlega. Ég, pabbi og bróðir minn fórum yfir þetta. Á endanum tók ég ákvörðunina sjálfur."

Arnór var orðaður við FH og Breiðablik í sumar. Fóru þær viðræður langt?

„Já, ég var búinn að fá að tala við bæði félög, þetta eru allt flottir klúbbar og flottir þjálfarar. Þetta var ekki auðvelt val en innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings og ég treysti því."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner