lau 17. september 2022 15:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Stjarnan í efri hlutanum - Ótrúlegur leikur á Framvellinum
Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar.
Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var gríðarleg spenna fyrir lokaumferðina fyrir úrslitakeppnina í Bestu deildinni í dag.


Aðal spennan var annars vegar í Úlfarsárdal þar sem Fram fékk Keflavík í heimsókn og hins vegar í Garðabæ þar sem Stjarnan fékk FH í heimsókn.

Sigurvegarinn í leik Fram og Keflavík myndi enda í efri hlutanum ef FH myndi vinna Stjörnuna.

Það var ótrúlegur leikur í Úlfarsárdal þar sem staðan var 4-3 fyrir Keflavík í hálfleik. Liðin voru ekki hætt og lokatölur urðu 8-4. fyrir Keflavík.

Því miður fyrir þá var það ekki nóg þar sem Stjarnan vann FH 2-1. FH er í fallsæti eftir að Leiknir vann Skagamenn.

KA vann sterkan sigur gegn Val þar sem Jakob Snær Árnason var hetja norðanmanna. Víkingur gerði jafntefli gegn KR þar sem KR jafnaði í uppbótartíma. KA og Víkingur eru því jöfn að stigum í 2.-3. sæti.

Það verður spenna í fallbaráttunni þar sem fjórum stigum munar á neðsta liðinu, ÍA, og ÍBV sem er fjórum sætum fyrir ofan.

Önnur úrslit og stöðuna í deildinni má sjá hér fyrir neðan.

Fram 4 - 8 Keflavík
0-1 Josep Arthur Gibbs ('9 )
1-1 Alex Freyr Elísson ('13 )
2-1 Guðmundur Magnússon ('17 )
2-2 Magnús Þór Magnússon ('35 )
2-3 Kian Paul James Williams ('36 )
3-3 Jannik Holmsgaard ('40 )
3-4 Dagur Ingi Valsson ('42 )
3-5 Ernir Bjarnason ('57 )
3-6 Kian Paul James Williams ('75 )
4-6 Jannik Holmsgaard ('79 )
4-7 Adam Árni Róbertsson ('89 )
4-8 Adam Ægir Pálsson ('94 )
Lestu um leikinn

Breiðablik 3 - 0 ÍBV
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('47 )
2-0 Dagur Dan Þórhallsson ('65 )
3-0 Jason Daði Svanþórsson ('68 )
Lestu um leikinn

Valur 0 - 1 KA
0-1 Jakob Snær Árnason ('75 )
Rautt spjald: Patrick Pedersen, Valur ('88) Lestu um leikinn

Stjarnan 2 - 1 FH
1-0 Ísak Andri Sigurgeirsson ('4 )
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('20 )
2-1 Ísak Andri Sigurgeirsson ('40 )
Lestu um leikinn

ÍA 1 - 2 Leiknir R.
1-0 Eyþór Aron Wöhler ('40 )
1-1 Tobias Kirstrup Stagaard ('55 , sjálfsmark)
1-2 Viktor Jónsson ('88 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Víkingur R. 2 - 2 KR
1-0 Ari Sigurpálsson ('43 )
2-0 Erlingur Agnarsson ('54 )
2-1 Ægir Jarl Jónasson ('74 )
2-2 Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('92 )
Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner