Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   sun 17. september 2023 16:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum: Dómarar sem hafa aldrei spilað leikinn, þetta er bara ekki rangstaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Willum Þór Willumsson skoraði magnað mark fyrir Go Ahead Eagles í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Zwolle í hollensku deildinni í dag.


Markið var hins vegar dæmt af þar sem liðsfélagi hans var dæmdur rangstæður í aðdragandanum. Willum er ekki á þeim buxunum að um rangstöðu hafi verið að ræða.

„Ég fékk boltann frá Jakob (Breum) og hleyp með boltann og skora frábært mark. Því miður vita þeir ekki hvernig rangstaða virkar. Ég hef séð þetta aftur og þetta er ekki rangstaða, þeir eru í sömu línu," sagði Willum.

„Fyrir mér eru þetta örugglega dómarar sem hafa ekki spilað fótbolta svo þeir skilja þetta ekki. Kannski þurfa þeir að skipta um dómara í VAR herberginu."

Willum skoraði markið undir lok fyrri hálfleiks en staðan var markalaus í hálfleik. Strax í upphafi fyrri hálfleiks fékk liðsfélagi hans sitt annað gula spjald og þar með rautt.

„Þetta er alltaf erfitt þegar maður er manni færri. Hann er sterkur leikmaður fyrir okkur svo það var ekki gott að missa hann. Við vorum stressaðir fyrstu fimm mínúturnar og þeir skoruðu. Eftir það gerðum við vel og unnum fyrir hvorn annan, það sýndi hversu langt við erum komnir sem lið," sagði Willum.

Sjá einnig
Willum rændur trylltu marki - Fyrsta mark Alfreðs

Sjáðu markið hér fyrir neðan


Athugasemdir
banner
banner
banner