Franski landsliðsmaðurinn Adrien Rabiot er að ganga í raðir franska úrvalsdeildarfélagsins Marseille eftir að hafa verið án félags í allt sumar.
Miðjumaðurinn rann út á samningi hjá Juventus í sumar og ákvað að framlengja ekki við félagið.
Miðjumaðurinn rann út á samningi hjá Juventus í sumar og ákvað að framlengja ekki við félagið.
Rabiot hefur verið hluti af franska landsliðinu en er samt sem áður ekki að fara í eitt af allra stærstu félögum Evrópu. Franski umboðsmaðurinn Bruno Satin segir að það sé bara ein ástæða fyrir því.
„Það sem kom fyrir Rabiot er út af vanhæfni fólksins í kringum hann - sem hefur verið að ráðleggja honum. Hann fær ráð frá móður sinni en þetta sýnir hversu mikilvægt það er að fá aðstoð fagfólks," segir Satin.
„Ef hann væri með fagfólk í vinnu, þá væri hann núna í einu af tíu stærstu félögum Evrópu."
Veronique, móðir Rabiot, starfar sem umboðsmaður hans. Hún er þekkt fyrir að vera erfið viðureignar og var hún það til dæmis þegar Manchester United hafði áhuga á að kaupa hann sumarið 2022. Þá gekk það ekki eftir.
Athugasemdir