Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 17. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Hræðileg mistök hjá markverði Gabon
Anthony Mfa Mezui, markvörður Gabon, hefur að öllum líkindum verið í sárum sínum eftir 2-1 tap þjóðarinnar gegn Gambíu í undankeppni Afríkumótsins í gær.

Mezui gaf Gambíu mark á silfurfati á 49. mínútu leiksins eftir að hafa haldið hreinu í fyrri hálfleik.

Hann var með boltann í eigin teig og ætlaði að plata Modou Barrow, framherja Gambíu, en hitti ekki boltann og komst því Barrow að knettinum og skoraði.

Musa Barrow bætti svo við öðru marki síðar í leiknum áður en Gabon minnkaði muninn. Gabon er í 2. sæti í sínum riðli með 7 stig, eða jafnmörg og Gambía en hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Mistök Mezui gegn Gambíu
Athugasemdir
banner