Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fim 17. nóvember 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir Baldvins: Erfitt að segja nei við einn stærsta klúbb á Íslandi
,,Held að Haddi geti tekið mig á næsta level''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Leikni í sumar.
Í leik með Leikni í sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Ég fékk símtal frá Hadda, þjálfara KA, og hann sannfærði mig um að koma í KA. Ég held að þetta sé besta næsta skref á ferlinum fyrir mig," sagði Birgir Baldvinsson sem skrifaði undir þriggja ára samning við KA í síðustu viku.

Birgir er uppalinn í KA en hefur undanfarin ár verið á láni hjá Leikni Reykjavík og einnig hjá Aftureldingu. Hann er 21 árs vinstri bakvörður sem var í stóru hlutverki hjá Leikni á tímabilinu.

„Þetta var erfið ákvörðun, ég var með áhuga frá nokkrum öðrum liðum sem var rosalega spennandi. Maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður. Ég enda á að koma aftur heim, sem er ákvörðun sem ég er mjög ánægður með."

Nokkur félög höfðu áhuga á Birgi, hann var sterklega orðaður við Val og Stjarnan hafði einnig áhuga. Ef hann hefði valið Val hefði hann haldið áfram að vinna með Sigurði Höskuldssyni sem er tekinn við sem aðstoðarþjálfari liðsins. Var erfitt að segja nei við Val?

„Já, það var svolítið erfitt. Sérstaklega sem leikmaður sem kemur úr liði eins og Leikni, að fá tækifæri til að fara í einn stærsta klúbb á Íslandi - ef ekki þann stærsta. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég hélt að væri besta næsta skref fyrir mig."

Birgir hafði fyrr í vetur rift samningi sínum við KA sem gildi út næsta tímabil. Af hverju var sú ákvörðun tekin?

„Það var ákvörðun sem mitt teymi tók, með mér líka. Við hugsuðum að það gæti verið svolítið áhugavert að sjá hvað myndi gerast, hvort ég myndi fá spennandi áhuga frá liðum fyrir sunnan. Vorum ekkert viss um að eitthvað myndi gerast. Þá var ekkert ákveðið að ég yrði áfram í KA."

„Eftir að ég var búinn að fá öll símtölin og allt það talaði Haddi mig svolítið til. Hann hringdi og sannfærði mig."


Hvað var það sem Haddi sagði? „Ég þekki Hadda rosalega vel, búinn að æfa með honum sem leikmanni og svo mætti ég á aukaæfingar þegar hann var með þær fyrir norðan. Ég veit að hann er sérfræðingur í vörn og ég held að hann geti tekið mig á næsta 'level' sem leikmann."

„Það er spennandi að fara spila í Evrópu, og ég veit að strákarnir lögðu á sig heilan helling til að komast þangað. Það verður ennþá meira lagt á sig til að standa sig vel þar."


Birgir ræddi um Leikni, samkeppnina í KA og mögulega atvinnumennsku í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Hvað er það sem hann vill afreka í KA?

„Ég væri til í að verða byrjunarliðsmaður og enda í topp fjórum næsta sumar," sagði Birgir.
Athugasemdir
banner