Tobias Thomsen verður ekki með Breiðabliki þegar liðið mætir Strasbourg annað kvöld. Þetta staðfesti Ólafur Ingi Skúlason á fréttamannafundi í dag.
Danski framherjinn er að renna út á samningi hjá Breiðabliki og spilar með danska liðinu HB Köge eftir áramót.
Danski framherjinn er að renna út á samningi hjá Breiðabliki og spilar með danska liðinu HB Köge eftir áramót.
„Hann bað um að fá að vera heima og æfa. Hann fékk leyfi til þess, ekkert mál," sagði Ólafur Ingi Skúalason.
Tobias er 33 ára og gekk í raðir Breiðabliks í vor eftir að hafa spilað í Portúgal um veturinn. Hann skoraði 12 mörk í 27 leikjum með Breiðabliki í deild og bikar. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Breiðabliks í Sambandsdeildinni en var ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum.
Ólafur sagði þá frá því að Valgeir Valgeirsson sé ekki orðinn klár í slaginn, hann hefur glímt við meiðsli og verður frá í nokkrar vikur. Þeir Anton Logi Lúðvíksson og Ásgeir Orri Helgason missa einnig af leiknum vegna meiðsla.
Athugasemdir



