Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 18. janúar 2020 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa nálægt því að fá sóknarmann frá Genk
Dean Smith, stjóri Aston Villa, hefur staðfest að félagið sé nálægt því að fá Mbwana Samatta, sóknarmann frá Genk í Belgíu.

Brasilíski sóknarmaðurinn Wesley spilar ekki meira fyrir Aston Villa á þessu tímabili vegna meiðsla. Það er því í forgangi hjá Villa að fá inn nýjan sóknarmann.

Samatta hefur skorað 43 mörk í 98 deildarleikjum fyrir Genk, en hann kom til félagsins árið 2016. Hann er frá Tansaníu.

„Við erum mjög nálægt því. Það á bara eftir að klára pappírsvinnu," sagði Smith eftir 1-1 jafntefli Aston Villa gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Talið er að Samatta sé með 10,5 milljón punda riftunarverð í samingi sínum hjá Genk.

Villa hefur líka áhuga á Islam Slimani, sóknarmanni Leicester sem er í láni hjá Mónakó.

Aston Villa er sem stendur í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner