Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Zlatan með bæði mörkin í sigri Milan
Zlatan Ibrahimovic ógnar Diego Godin í leiknum
Zlatan Ibrahimovic ógnar Diego Godin í leiknum
Mynd: Getty Images
Cagliari 0 - 2 Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('7 , víti)
0-2 Zlatan Ibrahimovic ('52 )
Rautt spjald: Alexis Saelemaekers, Milan ('74)

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk AC Milan sem vann Cagliari 2-0 í Seríu A á Ítalíu í kvöld. Þetta var fyrsti leikur hans í byrjunarliði Milan í deildinni síðan í nóvember.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá sænska framherjanum á þessari leiktíð en það virðist ekki hafa nein áhrif á markaskorunina en eftir leik kvöldsins er hann með 12 mörk í aðeins 8 leikjum í deildinni.

Hann kom Milan yfir með marki úr vítaspyrnu á 7. mínútu leiksins en hann hafði aðeins skorað þrjú mörk úr síðustu sjö vítum. Franck Kessie er vítaskytta liðsins þegar hann er inná en þrátt fyrir það ákvað Zlatan að taka spyrnuna og skoraði hann örugglega.

Zlatan bætti við öðru marki á 52. mínútu eftir frábæra sendingu frá Davide Calabria. Markið var dæmt af vegna rangstöðu í fyrstu en VAR skoðaði atvikið og ljóst að Zlatan var réttstæður þegar Calabria sendi boltann.

Alexis Saelemaekers er eflaust ekki vinsæll meðal stuðningsmanna Milan eftir þennan leik. Hann kom inná sem varamaður á 66. mínútu og var rekinn af velli átta mínútum síðar. Hann fékk tvö gul spjöld á átta mínútum og því sendur í sturtu.

Það kom þó ekki að sök. Lokatölur 2-0 fyrir Milan sem er á toppnum með 43 stig, þremur stigum meira en nágrannar þeirra í Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner