Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. janúar 2022 23:27
Brynjar Ingi Erluson
Andlega og líkamlega búnir á því - „Við þurfum hvíld"
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: EPA
Hakim Ziyech og Romelu Lukaku rifust í leiknum, í hálfleik og eftir leik
Hakim Ziyech og Romelu Lukaku rifust í leiknum, í hálfleik og eftir leik
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að lið hans sé bæði andlega og líkamlega búið á því, eftir 1-1 jafnteflið við Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hakim Ziyech kom Chelsea yfir með skoti fyrir utan teig áður en Adam Webster jafnaði með skalla í síðari hálfleiknum.

Chelsea hefur spilað þrjá leiki síðustu vikuna og segir Tuchel að liðið sé algerlega búið á því.

„Við virkuðum þreyttir og við erum það. Þannig er það. Við vissum að þeir voru vel undirbúnir og fengu meiri tíma til að undirbúa sig og þú sást það í lokin hvernig allir á leikvanginum fögnuðu eins og þetta væri sigur. Við erum að mæta þessu. Við reyndum allt en það var hægt að sjá það að við erum andlega og líkamlega þreyttir."

„Við þurfum nokkurra daga hvíld. Strákarnir þurfa nokkra daga í hvíld. Ég sé enga aðra lausn."

„Ég hef ekki séð mörg lið stjórna Brighton. Þeir eru hugrakkir í spili og fá menn í teiginn til að skapa færi. Auvðitað er hægt að nýta hálf færi til að ná inn öðru marki og vinna leikinn og undir eðlilegum kringumstæðum værum við klárir í það. Það er erfitt að vera of strangur í garð leikmanna því ég veit hvað er í gangi."


Ziyech fagnaði ekki þegar hann skoraði mark Chelsea og átti þá í einhverju orðaskaki við Romelu Lukaku en Tuchel rýndi ekki of mikið í það.

„Ég er ánægður. Hann getur skorað 20 mörk í viðbót og sleppt því að fagna, það skiptir mig engu máli. Það er eðlilegt að þeir tali saman og eru ekki ánægðir ef við segjumst vilja meira frá þeim. Þú sást það á viðbrögðunum í markinu að þeir eru þreyttir. Þetta er léttir og það er tilfinningin sem ég finn í liðinu núna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner