Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. janúar 2023 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leicester að kaupa leikmann FCK á metfé
Í baráttunni við Riyad Mahrez í Meistaradeildinni.
Í baráttunni við Riyad Mahrez í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Leicester er við það að ganga frá kaupum á danska varnarmanninum Victor Kristiansen sem spilar hjá FC Kaupmannahöfn.

Victor er tvítugur bakvörður sem er hluti af U21 landsliði Dana. Kaupverðið er talið vera á bilinu 12-13 milljónir punda auk árangurstengdra greiðslna.

Kristiansen er sagður hafa áhuga á því að fara til Leicester þrátt fyrir að liðið eigi í erfiðleikum í úrvalsdeildinni sem stendur. Hann var einn af þeim sem var hvað næst því að verða valinn í HM hóp Dana en fékk að lokum ekki kallið.

Leicester hefur verið í viðræðum við FCK undanfarnar vikur. Liðið er í leit að leikmanni til að styrkja varnarlínuna þar sem mikið erum meiðsli. Ricardo Pereira, James Justin og Ryan Bertrand eru allir fjarri góðu gamni og þeir Luke Thomas og Timothy Castagne svo gott sem einu kostirnir sem Brendan Rodgers hefur til að leysa bakvarðastöðurnar. Rodgers hefur leitast eftir tækifæri til að hvíla Thomas undanfarnar vikur.

Kristiansen braut sér leið inn í aðallið FCK árið 2020 og er því á sínu þriðja tímabili. Búast má við því að hann skrifi undir langtímasamning ef hann gengur í raðir Leicester.

Danskir miðlar fjalal um að kaupverðið geti orðið allt að 20 milljónir evra sem yrði metsala fyrir FCK og metsala í dönsku deildinni. Hæsta salan til þessa í deildinni er salan á Kamaldeen Sulemana sem Rennes keypti af Nordsjælland á sautján milljónir evra fyrir einu og hálfu ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner