Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. janúar 2023 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lyon var dæmt að borga Söru tæpar 13 milljónir - Sögulegur dómur
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, varð ólétt árið 2021 þá ákvað franska félagið Lyon að hætta að borga henni laun, allavega að mjög stórum hluta.

Sara ákvað að fara með málið til FIFA og Leikmannasamtakana og tókst henni að vinna mál sitt.

Lyon var gert að greiða að borga henni meira en 82 þúsund evrur í vangoldin laun - með fimm prósent vöxtum.

Þetta eru tæpar 13 milljónir íslenskra króna sem Sara átti þarna inni.

Leikmannasamtökin - FifPro - segja að þetta sé sögulegur dómur í fótboltaheiminum.

„Við erum hæstánægð að hafa hjálpað Söru að ná fyrsta úrskurði þessar tegundir frá því nýjar reglur hjá FIFA um barneignaleyfi komu til í janúar 2021," segir í yfirlýsingu frá Leikmannasamtökunum.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir konur í fótbolta og kvennafótboltann í heild að þessar reglur séu í gildi og þeim sé framfylgt."

Sjá einnig:
Árni Vill svarar Lyon: Núna er kominn tími til að taka ábyrgð
Athugasemdir
banner
banner