Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 18. janúar 2023 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árni Vill svarar Lyon: Núna er kominn tími til að taka ábyrgð
Árni Vilhjálmsson og Sara Björk Gunnarsdóttir.
Árni Vilhjálmsson og Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands, steig fram í gær og opinberaði slæma meðferð sem hún fékk frá franska stórliðinu Lyon á meðan hún var ólétt.

Lyon er með mjög sterka ímynd í kvennaboltanum og hefur verið rætt og skrifað um að umgjörðin í kringum liðið sé frábær.

En meðferðin sem Sara varð fyrir á meðan hún var ólétt var í raun til skammar.

Lyon sendi frá sér yfirlýsingu svo í gærkvöldi þar sem félagið sagðist hafa stutt alla sína leikmenn á öllum sviðum lífsins. Félagið sagðist hafa verið að styðja við frönsk lög og það hafi allt verið gert til að hjálpa Söru Björk.

Árni Vilhjálmsson, barnsfaðir Söru, ákvað að senda frá sér svar eftir að Lyon gaf út sína yfirlýsingu. Í svarinu segir hann að stuðningurinn hafi nú ekki verið góður eins og félagið heldur fram.

„Þið höfðuð ekki samband við hana í sjö mánuði á meðan hún var ólétt. Þið borguðuð henni ekki laun. Þið báðuð fólk um að ljúga svo þið ættuð meiri möguleika á að vinna ykkar mál. Þið hótuðuð henni með því að segja að hún ætti enga framtíð hjá félaginu ef hún færi til FIFA," skrifar Árni og heldur áfram:

„Þið neituðuð henni um að fara með son okkar á útileiki þar sem það gat truflað hina leikmennina. Hún var þá enn með hann á brjósti. Ég gæti haldið lengi áfram."

„Þið töpuðuð málinu og núna er kominn tími til að taka ábyrgð."

Sara fór í gegnum FIFA og leikmannasamtökin til að fá laun sín greidd. Hún vann það mál.


Athugasemdir
banner
banner
banner