Andri Lucas Guðjohnsen skoraði jöfnunamark Íslands gegn Eistlandi í vináttulandsleik fyrir rúmri viku síðan. Markið kom úr vítaspyrnu í lok leiks eftir að hafa fyrr í leiknum klikkað úr vítaspyrnu.
Andri Lucas tók boltann eftir að vítaspyrnan var dæmd en svo sást Sveinn Aron, bróðir Andra, taka boltann af Andra. Eftir að hafa staðið við vítapunktinn í nokkrar sekúndur kastaði Sveinn svo boltanum aftur á Andra sem tók svo vítið.
Andri Lucas tók boltann eftir að vítaspyrnan var dæmd en svo sást Sveinn Aron, bróðir Andra, taka boltann af Andra. Eftir að hafa staðið við vítapunktinn í nokkrar sekúndur kastaði Sveinn svo boltanum aftur á Andra sem tók svo vítið.
Lestu um leikinn: Eistland 1 - 1 Ísland
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, var spurður út í þetta atvik í viðtali á mánudag. Undirritaðan minnti að Andri hefði hrifsað boltann af Sveini, og því var það hluti af spurningunni, en eins og segir í lýsingunni hér að ofan gerðist það svo sannarlega ekki. En var alltaf lagt upp með að Andri Lucas tæki vítaspyrnuna?
„Andri Lucas var vítaskytta liðsins. Andri Lucas fór strax og náði í boltann og Sveinn Aron reif ekki boltann af honum, hann tók bara boltann af honum og sagði honum að slappa bara af: „ég skal vera smá 'decoy' fyrir þig". Svona er þetta í fótboltanum nú til dags, það eru alls konar trix í rauninni til þess að gefa þeim sem er að taka vítið frið. Andstæðingurinn er oft að reyna pirra vítaskyttuna, labba utan í hana, eða eyðileggja vítapunktinn eða hvað sem er. Þeir voru alls ekkert að rífast, Svenni var bara að verja litla bróður sem er bara frábært," sagði Arnar.
Sjá einnig:
Andri Lucas: Tók tíma að átta okkur á því að við erum góðir í fótbolta
Atvikið má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan má nálgast viðtalið við Arnar í heild sinni.
Athugasemdir