Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   fim 18. janúar 2024 21:37
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Stefnir í að Grindavík spili á Laugardalsvelli í sumar
Lengjudeildin
Grindavík leikur í Lengjudeildinni.
Grindavík leikur í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það stefnir í að meistaraflokkar Grindavíkur í bæði karla og kvennaflokki spili heimaleiki sína á Laugardalsvelli í sumar. Grindavíkurbær var rýmdur og eldgos náði inn í bæinn um síðustu helgi.

Það eru miklir óvissutímar í Grindavík og Haukur Guðberg Einarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir 90% líkur á því að Grindavík spili á þjóðarleikvangnum í sumar.

„Við vorum á leiðinni heim og ég var búinn að ákveða að hafa heimavöllinn í Grindavík í sumar en það breyttist heldur betur í seinni atrennunni sem við lentum í. Þá átti ég góðan fund með Vöndu og Klöru og við þurftum að fá núllpunkt í heimavöll þannig það verður mjög líklega Laugardalsvöllur," segir Haukur í samtali við Vísi.
Athugasemdir
banner