Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. febrúar 2020 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fögnuðu eins og þeir hefðu unnið einvígið"
Leikmenn Atletico fagna með stuðningsmönnum sínum.
Leikmenn Atletico fagna með stuðningsmönnum sínum.
Mynd: Getty Images
„Við gáfum þeim bestu mögulegu byrjunina," sagði Andrew Robertson, bakvörður Liverpool, eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna og fer seinni leikurinn fram á Anfield um miðjan mars. Liverpool þekkir það vel að koma til baka gegn spænsku liði í Meistaradeildinni. Það muna allir eftir undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í fyrra.

„Þeir fengu stuðningsmennina með sér, fóru að detta mikið í jörðina og það pirraði okkur," sagði Robertson.

„Við spiluðum ágætlega, en við vitum að við getum gert betur. Við þurfum að bæta fyrir þetta í seinni leiknum."

Robertson vill meina að Atletico hafi fagnað heldur til of mikið eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir höfðu unnið einvígið. Þeir eru að koma á Anfield og við vitum að stuðningsmenn okkar verða þar."
Athugasemdir
banner
banner