Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 18. febrúar 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þarf að bíða lengur eftir endurkomunni í enska landsliðið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Hin feykiöfluga Leah Williamson þarf að fresta endurkomu sinni í enska landsliðið vegna nýrra meiðsla sem hún varð fyrir á dögunum.

   13.02.2024 13:00
Snýr aftur í enska landsliðið eftir tíu mánaða fjarveru


Williamson er 26 ára gömul og sleit krossband í apríl í fyrra. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í lok janúar og var að vinna að því að ná fullum bata þegar hún varð fyrir nýjum meiðslum, aftan í læri í þetta sinn.

Williamson missti af 3-1 sigri Arsenal gegn Manchester United um helgina og er búin að draga sig úr enska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Austurríki og Ítalíu. Millie Turner, leikmaður Manchester United, tekur stöðu Williamson í landsliðinu.

Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, segir meiðsli Williamson ekki vera alvarleg og vonast til að hún geti tekið þátt í næstu leikjum gegn Tottenham, Aston Villa og Chelsea.

Williamson var fyrirliði enska landsliðsins sem vann EM 2022 en missti af HM í fyrra, þar sem England endaði í öðru sæti eftir naumt tap í úrslitaleik gegn Spánverjum.

Williamson leikur ýmist sem miðvörður eða miðjumaður þar sem hún er sterk, góð að staðsetja sig og með góða sendingagetu.
Athugasemdir
banner
banner