Vestri tilkynnti í dag að Gunnar Jónas Hauksson (1999) væri búinn að framlengja samning sinn við Vestra og mun taka slaginn með liðinu í sumar.
Þetta eru gleðifréttir fyrir Vestra því Gunnar Jónas kom öflugur inn í lið Vestra á síðasta tímabili.
Hann skoraði eitt af eftirminnilegri mörkum síðasta sumars þegar hann jafnaði fyrir Vestra gegn Víkingi á Víkingsvelli. Bakvörðurinn skoraði tvö mörk í 21 deildarleik.
Þetta eru gleðifréttir fyrir Vestra því Gunnar Jónas kom öflugur inn í lið Vestra á síðasta tímabili.
Hann skoraði eitt af eftirminnilegri mörkum síðasta sumars þegar hann jafnaði fyrir Vestra gegn Víkingi á Víkingsvelli. Bakvörðurinn skoraði tvö mörk í 21 deildarleik.
Vestri endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar í fyrra og hélt sæti sínu í deildinni.
Komnir
Guy Smit frá KR
Diego Montiel frá Svíþjóð
Emmanuel Agyeman Duah frá Færeyjum
Anton Kralj frá Svíþjóð
Guðmundur Páll Einarsson frá KFG
Birkir Eydal frá Herði
Farnir
Benedikt V. Warén í Stjörnuna
Andri Rúnar Bjarnason í Stjörnuna
William Eskelinen til Finnlands
Ibrahima Balde í Þór
Pétur Bjarnason
Jeppe Gertsen
Elvar Baldvinsson í Völsung
Aurelien Norest
Inaki Rodriguez
Friðrik Þórir Hjaltason
Ívar Breki Helgason
Athugasemdir