Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hope Santaniello á að stíga í stór fótspor hjá FHL (Staðfest)
Mynd: FHL
Hope Santaniello hefur samið við FHL og mun leika fyrir félagið í Bestu deildinni í sumar.

Hope kemur frá UMASS Lowell háskólanum en einnig hefur hún spilað með New England Mutiny.

Hope er fjölhæfur leikmaður, markaskorari sem leggur líka upp mörk. Hope er góður liðsmaður og mun koma sterk inn í öflugan hóp FHL. Við bjóðum Hope velkomna í hópinn," segir í tilkynningu FHL.

Hope kemur til með að stíga í stór fótspor hjá FHL því Samantha Smith og Emma Hawkins eru farnar frá félaginu. Þær fóru á kostum í sóknarleik liðsins í Lengjudeildinni síðasta sumar.

FHL fór með sigur af hólmi í Lengjudeildinni og leikur því í Bestu deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner