Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 18. mars 2020 11:45
Magnús Már Einarsson
Chelsea býður heilbrigðisstarfsfólki fría gistingu
Chelsea hefur ákveðið að bjóða heilbrigðisstarfsfólki í London fría gistingu á Millenium hótelinu á Stamford Bridge. Chelsea hefur ákveðið að gera þetta til að sýna stuðning í baráttu við kórónuveiruna.

Um er að ræða hugmynd frá Roman Abramovic, eiganda Chelsea.

Heilbrigðisstarfsfólk fær að gista frítt á hótelinu næstu tvo mánuðina.

Mikið álag er á heilbrigðisstarfsfólki í London og fólk stendur langar vaktir þessa dagana.

Chelsea býður þennan möguleika fyrir starfsmenn sem eru lengi að komast til og frá vinnu.

Athugasemdir
banner