mið 18. mars 2020 18:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn og aðrir starfsmenn Hearts beðnir um að helminga laun sín
Leikmenn Hearts.
Leikmenn Hearts.
Mynd: Getty Images
Ástandið er ekki sérstakt hjá skoskum félögum. Um þetta var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þann þátt má hlusta á hér neðst í fréttinni.

Nú hefur Hearts beðið leikmenn liðsins og annað starfsfólk að taka á sig launalækkun til að hjálpa félaginu að halda lífi.

Starfsmenn félagsins eru beðnir um að helminga laun sín. Þetta er gert vegna tekjutaps félagsins vegna kórónaveirunnar.

Engar tekjur koma frá heimaleikjum félagsins þar sem ekki er leikið og óvíst hvenær verður leikið.

Eigandi liðsins Ann Budge bjargaði liðinu frá gjaldþroti fyrir sex árum og biður nú um aðstoð frá öllu starfsfólki botnliðsins.
Útvarpsþátturinn - Fjárhagsáhyggjur í fótboltaheiminum
Athugasemdir
banner
banner
banner