Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. mars 2021 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið hjá Arsenal og Tottenham: Fyrirliðinn snýr aftur úr agabanni
Aubameyang er mættur aftur.
Aubameyang er mættur aftur.
Mynd: Getty Images
Það eru leikir að hefjast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tæpan klukkutíma. Þetta eru seinni leikir liðanna og það er allt undir í kvöld.

Nágrannarnir Arsenal og Tottenham mættust um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni. Þá vann Arsenal 2-1 sigur. Þessi lið eru bæði í eldlínunni klukkan 17:55.

Bæði eru þau í góðri stöðu. Arsenal leiðir 3-1 eftir útileik sinn við Olympiakos frá Grikklandi og Tottenham leiðir 2-0 eftir heimaleik sinn við Dinamo Zagreb.

Það eru íslenskir markverðir hjá Arsenal og Olympiakos en hvorugur þeirra er í hóp í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson er þriðji markvörður Arsenal og Ögmundur Kristinsson er á mála hjá Olympiakos. Báðir eru þeir í landsliðshópnum sem var tilkynntur í gær.

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, snýr aftur úr agabanni og hann byrjar í kvöld. Hjá Tottenham koma Serge Aurier, Eric Dier, Ben Davies, Moussa Sissoko, Harry Winks, Dele Alli og Erik Lamela inn í byrjunarliðið. Alls sjö breytingar en Gareth Bale er á meðal þeirra sem fara á varamannabekkinn. Son Heung-min er ekki með vegna meiðsla.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Bellerin, Luiz, Gabriel, Tierney, Xhaka, Ceballos, Elneny, Pepe, Aubameyang, Smith-Rowe.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Aurier, Sanchez, Dier, Davies, Sissoko, Winks, Dele, Lamela, Lucas, Kane.

Leikir dagsins:
17:55 Shakhtar D - Roma (0-3)
17:55 Dinamo Zagreb - Tottenham (0-2)
17:55 Molde - Granada CF (0-2)
17:55 Arsenal - Olympiakos (3-1)
20:00 Young Boys - Ajax (0-3)
20:00 Villarreal - Dynamo K. (2-0)
20:00 Milan - Man Utd (1-1)
20:00 Rangers - Slavia Prag (1-1)
Athugasemdir
banner
banner