Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. mars 2021 20:10
Victor Pálsson
Guardiola: Sögðu mér að ég þyrfti að vinna
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fékk þau skilaboð að hann þyrfti að vinna Meistaradeildina er hann tók við liðinu.

Man City er komið í 8-liða úrslit keppninnar en liðið fór sannfærandi áfram gegn Borussia Monchengladbach í 16-liða úrslitum.

Eigendur Man City eru metnaðarfullir og vilja vinna deild þeirra bestu með Guardiola við stjórnvölin sem hefur ekki gerst til þessa.

„Síðan ég kom þá sögðu þeir mér að ég þyrfti að vinna Meistaradeildina," sagði Guardiola en enska liðið hefur unnið 24 af síðustu 25 leikjum sínum í öllum keppnum.

„Það hefur alltaf fylgt okkur en ég hef ekki áhyggjur. Ef þú átt það skilið að fara áfram þá gerist það, annars ekki."

„Ég hugsa ekki um að komast í undanúrslitin, ég hugsa um góðan fyrri leik og góðan seinni leik."
Athugasemdir
banner
banner