Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   fim 18. mars 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Pukki: Norwich betur tilbúið í úrvalsdeildina núna
Finnski framherjinn Teemu Pukki segir að lið Norwich sé betur tilbúið fyrir baráttuna í ensku úrvalsdeildinni núna heldur en á síðasta tímabili.

Norwich féll á síðasta tímabili eftir góða byrjun en Pukki vakti mikla athygli þegar hann skoraði ellefu mörk, flest snemma á tímabilinu.

Pukki hefur skorað 22 mörk í Championship deildinni í vetur en Norwich er með tíu stiga forskot á toppnum og stefnir hraðbyri aftur upp.

„Ég myndi segja að við séum tilbúnari núna. Við erum búnir að öðlast meiri reynslu sem lið undanfarið ár og við höfum fengið mjög góða nýja leikmenn," sagði Pukki.

„Við verðum vel undirbúnir en við erum ekki ennþá komnir þangað. Við erum í góðri stöðu en það eru mörg stig í pottinum ennþá. Það er ennþá vinna eftir."
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir
banner
banner
banner