Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   lau 18. mars 2023 17:02
Aksentije Milisic
England: Frábær endurkoma Southampton gegn Tottenham - Leeds vann í sex marka leik
Tryggði stigið.
Tryggði stigið.
Mynd: EPA
Leeds vann.
Leeds vann.
Mynd: EPA
Barnes setti eitt.
Barnes setti eitt.
Mynd: EPA

Það var svo sannarlega mikið líf og fjör í leikjunum fjórum sem fóru fram klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni.


Southampton og Tottenham áttust við í ótrúlegum leik sem stefndi allt í sigur Tottenham þegar Ivan Perisic kom liðinu í 1-3 forystu á 77. mínútu leiksins.

Fallbaráttulið Southampton gafst ekki upp en gamla kempan Theo Walcott skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Southampton. Það var í uppbótartíma leiksins sem James Ward-Prowse jafnaði metin af vítapunktinum og tryggði Southampton dýrmætt stig. Rándýrt fyrir Tottenham sem berst um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Wolves og Leeds áttust við í rosalegum sex marka leik. Leeds kom mörgum á óvart og komst í 0-3 forystu eftir klukkustundarleik. Bæði lið áttu færi fram að þessu en Leeds nýtti þau frábærlega.

Wolves gafst ekki upp og minnkaði muninn í eitt mark en Spánverjinn Rodrigo gulltryggði mikilvægan sigur Leeds í uppbótartíma leiksins.

Aston Villa fór auðveldlega með Bournemouth á heimavelli og vann þriggja marka sigur og þá skildu Brentford og Leicester City jöfn 1-1.

Aston Villa 3 - 0 Bournemouth
1-0 Douglas Luiz ('7 )
2-0 Jacob Ramsey ('80 )
3-0 Emiliano Buendia ('89 )

Brentford 1 - 1 Leicester City
1-0 Mathias Jensen ('32 )
1-1 Harvey Barnes ('52 )
Rautt spjald: Shandon Baptiste, Southampton ('90)

Southampton 3 - 3 Tottenham
0-1 Pedro Porro ('45 )
1-1 Che Adams ('46 )
1-2 Harry Kane ('65 )
1-3 Ivan Perisic ('74 )
2-3 Theo Walcott ('77 )
3-3 James Ward-Prowse ('90)

Wolves 2 - 4 Leeds
0-1 Jack Harrison ('6 )
0-2 Luke Ayling ('49 )
0-3 Rasmus Kristensen ('62 )
1-3 Jonny Castro ('65 )
2-3 Matheus Cunha ('73 )
2-4 Rodrigo ('90)
Rautt spjald: Jonny Castro, Wolves ('85)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner