Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   þri 18. mars 2025 22:27
Kári Snorrason
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Srdjan Tufegdzic, Túfa, Þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Leikurinn breytist auðvitað eftir um hálftíma leiks þegar að Ögmundur fær rautt spjald og við fáum víti á okkur. Heilt yfir er ég ánægður með styrkinn í liðinu að lenda undir tvisvar í dag en koma í bæði skiptin til baka, í leiknum og í vítaspyrnukeppninni."

Undir lok fyrri hálfleiks varð Valur manni færri, lentu undir, komust svo yfir og vörðu víti.

„Þetta var eflaust mjög skemmtilegt fyrir fólkið í stúkunni. Ég sá rauða spjaldið ekki alveg nógu vel. Það þarf ekki að spá hvort þetta var rétt eða rangt. Þessi víti og rauðu spjöld slá ekki okkur út af laginu, við rísum upp og snúum leiknum við."

Túfa segir stöðuna á hópnum góða.

„Við erum ekkert endilega að leita, við erum samt á tánum. Við erum þannig klúbbur að ef það kemur leikmaður sem við teljum að geti styrkt hópinn, þá erum við klárir," segir Túfa.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner