Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 18. mars 2025 22:27
Kári Snorrason
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Srdjan Tufegdzic, Túfa, Þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Leikurinn breytist auðvitað eftir um hálftíma leiks þegar að Ögmundur fær rautt spjald og við fáum víti á okkur. Heilt yfir er ég ánægður með styrkinn í liðinu að lenda undir tvisvar í dag en koma í bæði skiptin til baka, í leiknum og í vítaspyrnukeppninni."

Undir lok fyrri hálfleiks varð Valur manni færri, lentu undir, komust svo yfir og vörðu víti.

„Þetta var eflaust mjög skemmtilegt fyrir fólkið í stúkunni. Ég sá rauða spjaldið ekki alveg nógu vel. Það þarf ekki að spá hvort þetta var rétt eða rangt. Þessi víti og rauðu spjöld slá ekki okkur út af laginu, við rísum upp og snúum leiknum við."

Túfa segir stöðuna á hópnum góða.

„Við erum ekkert endilega að leita, við erum samt á tánum. Við erum þannig klúbbur að ef það kemur leikmaður sem við teljum að geti styrkt hópinn, þá erum við klárir," segir Túfa.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner