Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 18. mars 2025 22:27
Kári Snorrason
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Srdjan Tufegdzic, Túfa, Þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Leikurinn breytist auðvitað eftir um hálftíma leiks þegar að Ögmundur fær rautt spjald og við fáum víti á okkur. Heilt yfir er ég ánægður með styrkinn í liðinu að lenda undir tvisvar í dag en koma í bæði skiptin til baka, í leiknum og í vítaspyrnukeppninni."

Undir lok fyrri hálfleiks varð Valur manni færri, lentu undir, komust svo yfir og vörðu víti.

„Þetta var eflaust mjög skemmtilegt fyrir fólkið í stúkunni. Ég sá rauða spjaldið ekki alveg nógu vel. Það þarf ekki að spá hvort þetta var rétt eða rangt. Þessi víti og rauðu spjöld slá ekki okkur út af laginu, við rísum upp og snúum leiknum við."

Túfa segir stöðuna á hópnum góða.

„Við erum ekkert endilega að leita, við erum samt á tánum. Við erum þannig klúbbur að ef það kemur leikmaður sem við teljum að geti styrkt hópinn, þá erum við klárir," segir Túfa.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner