Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 18. apríl 2021 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Sveindís skoraði í fyrsta leik (myndband)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad þegar liðið heimsótti Eskilstuna í dag. Sveindís var að leika sinn fyrsta leik í sænsku deildinni en hún er á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi.

Sveindís skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu. Hún komst inn í sendingu og skoraði með skoti í gegnum klof markvarðar Eskilstuna. Felicia Rogic jafnaði leikinn fyrir Eskilstuna á 41. mínútu og staðan var jöfn í leikhléi.

Ekkert var skorað í seinni hálfeik og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Sif Atladóttir var ónotaður varamaður hjá Kristianstad og Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

Meistararnir í Häcken unnu þá 0-1 útisigur á Hammarby þar sem eina mark leiksins var sjálfsmar. Diljá Ýr Zomers var ónotaður varamaður í liði Häcken.

Í Vittsjö unnu heimakonur 2-1 heimasigur á Piteå. Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn fyrir Piteå og fékk að líta gula spjaldið á 85. mínútu.

Nú er nýhafinn leikurin Linköpings og Rosengård sem er lokaleikur 1. umferðar. Glódís Perla Viggósdóttir er í byrjunarliði Rosengård.

Karlamegin unnu meistararnir í Malmö 1-2 útisigur á Häcken. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken og lék fyrstu 72 mínútur leiksins. Hann fór þá af velli fyrir Oskar Tor Sverrisson.





Athugasemdir
banner
banner