Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fim 18. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Benjamín Jónsson í Vogana (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur V. hefur fengið Benjamín Jónsson til félagsins frá Fram en hann kemur á láni út tímabilið.

Benjamín er 20 ára gamall markvörður sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk í tapi gegn Val í Bestu deildinni á síðasta ári.

Hann hefur verið Ólafi Íshólm Ólafssyni til halds og trausts, en heldur nú í Vogana til að fá meiri spiltíma.

Markvörðurinn verður á láni út þetta tímabil en Þróttarar spila í 2. deildinni í sumar.

Fyrsti leikur liðsins er gegn KFA þann 4. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner