Atli Barkarson og félagar í Zulte Waregem urðu deildarmeistarar í næst efstu deild í Belgíu í kvöld.
Liðið fékk RWDM í heimsókn í lokaumferðinni en RWDM var á toppnum, stigi á undan Waregem fyrir leikinn.
Atli sat allan tímann á bekknum í 2-1 sigri í kvöld en sigurinn þýddi að liðið fór á toppinn og fer upp í efstu deild sem meistarar í næst efstu deild.
Atli gekk til liðs við Waregem frá Sonderjyske fyrir tímabilið. Hann lék 20 leiki í deildinni, skoraði eitt mark og lagði upp tvö.
Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina þegar liðið tapaði gegn L.R. Vicenza í C-deildinni á Ítalíu. Liðið er í afar erfiðum málum en það er þremur stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina en liðið fer annars í umspil um að halda sæti sínu.
Helgi Fróði Ingason kom inn á undir lokin þegar Helmond gerði 1-1 jafntefli gegn Cambuur í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 11. sæti með 46 stig eftir 35 umferðir.
WE ARE CHAMPIONSSSSSS! ????#boerenareback pic.twitter.com/x9nfYJifpi
— SV Zulte Waregem (@esseveeofficial) April 18, 2025
Athugasemdir