Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 08. júní 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Þrjú lið deila öðru sætinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eiríkur Arnar Hansen
Það fóru þrír leikir fram í A-riðli í 5. deild karla í gær og tveir í utandeildinni.

KM, Skallagrímur og Léttir sigruðu sína leiki í 5. deildinni og eru liðin þrjú jöfn í 2.-4. sæti, með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þau eru tveimur stigum á eftir toppliði Álafoss, sem er með fullt hús stiga og leik til góða.

KM sigraði gegn Smára í dag en staðan var jöfn 1-1 allt þar til seint í uppbótartíma, þegar Jakob Örn Heiðarsson tók málin í sínar hendur. Hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili til að næla í dýrmætan sigur.

Sindri Freyr Sverrisson skoraði þá fyrstu tvö mörk leiksins í 0-3 sigri Léttis gegn Uppsveitum á meðan Skallagrímur lagði Hörð Ísafirði af velli með þægilegum sigri.

Að lokum sigruðu Afríka og KB leiki sína í utandeildinni. Afríka er þar með sex stig eftir tvær umferðir á meðan KB er með þrjú stig. KB lagði þó topplið Hamranna að velli í gær.

Smári 1 - 3 KM
0-1 Axel Franklín Pálmason ('28 )
1-1 Gunnar Breki Myrdal Gunnarsson ('54 )
1-2 Jakob Örn Heiðarsson ('94 )
1-3 Jakob Örn Heiðarsson ('96 )

Uppsveitir 0 - 3 Léttir
0-1 Sindri Freyr Sverrisson ('42 )
0-2 Sindri Freyr Sverrisson ('47 )
0-3 Axel Snær Orongan ('89 )

Skallagrímur 3 - 1 Hörður Í.
1-0 Elís Dofri G Gylfason ('10 )
2-0 Alejandro Serralvo Gomez ('15 )
3-0 Viktor Ingi Jakobsson ('56 )
3-1 Arnar Bragi Steinþórsson ('64 )



Afríka 4 - 2 Einherji
1-0 Cristian Andres Catano ('4 )
2-0 Cedrick Mukya ('39 )
3-0 Cristian Andres Catano ('41 )
3-1 Helgi Már Jónsson ('45 )
4-1 Cristian Andres Catano ('70 )
4-2 Aðalsteinn Björn Þórðarson ('75 )

KB 2 - 1 Hamrarnir
1-0 Aron Jarl Davíðsson ('30 )
1-1 Agnar Tumi Arnarsson ('65 )
2-1 Aron Jarl Davíðsson ('85 , Mark úr víti)
5. deild karla - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Álafoss 7 6 0 1 26 - 15 +11 18
2.    Skallagrímur 7 5 1 1 22 - 8 +14 16
3.    Smári 7 3 2 2 29 - 13 +16 11
4.    Léttir 7 3 2 2 23 - 13 +10 11
5.    KM 7 3 1 3 13 - 10 +3 10
6.    Uppsveitir 7 3 0 4 10 - 17 -7 9
7.    Hörður Í. 7 1 2 4 15 - 13 +2 5
8.    Reynir H 7 0 0 7 6 - 55 -49 0
Utandeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Hamrarnir 5 4 0 1 25 - 5 +20 12
2.    Afríka 5 4 0 1 14 - 7 +7 12
3.    KB 4 3 0 1 8 - 6 +2 9
4.    Boltaf. Norðfj. 6 2 0 4 11 - 16 -5 6
5.    Neisti D. 4 2 0 2 5 - 13 -8 6
6.    Fálkar 4 1 0 3 8 - 8 0 3
7.    Einherji 4 0 0 4 5 - 21 -16 0
Athugasemdir
banner