Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   þri 18. júní 2024 09:06
Elvar Geir Magnússon
Deildin hefst á Old Trafford - Liverpool heimsækir nýliða
Enska úrvalsdeildin hefst á Old Trafford 16. ágúst.
Enska úrvalsdeildin hefst á Old Trafford 16. ágúst.
Mynd: Getty Images
Manchester City mætir Chelsea.
Manchester City mætir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Niðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar var birt í morgun og verður fyrsti leikur föstudagskvöldið 16. ágúst, þegar Manchester United tekur á móti Fulham.

Hádegisleikurinn á laugardeginum, daginn eftir, verður svo á Portman Road þar sem nýliðar Ipswich taka á móti Liverpool. Arsenal tekur á móti Wolves á laugardeginum og meistararnir í Manchester City heimsækja Chelsea á sunnudeginum.

Enska úrvalsdeildin fer af stað 16. ágúst eins og áður segir og mun henni ljúka 25. maí á næsta ári.

Svona lítur fyrsta umferðin út en á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar má sjá þessa töfluröðun í heild sinni.

Föstudagur 16. ágúst
19:00 Man Utd - Fulham

Laugardagur 17. ágúst
11:30 Ipswich Town - Liverpool
14:00 Arsenal - Wolves
Everton - Brighton
Newcastle United - Southampton
Nottingham Forest - AFC Bournemouth
16:30 West Ham - Aston Villa

Sunnudagur 18. ágúst
13:00 Brentford - Crystal Palace
15:30 Chelsea - Man City

Mánudagur 19. ágúst
19:00 Leicester City - Tottenham
Athugasemdir
banner