Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Portúgals og Tékklands: Bernardo Silva bestur
Bernardo Silva í baráttunni
Bernardo Silva í baráttunni
Mynd: EPA

Portúgal vann dramatískan sigur á Tékklandi í síðasta leik fyrstu umferðar á EM í Þýskalandi í dag.


Menn sýndu ekki mikil tilþrif þó skoraði Lukas Provod stórkostlegt mark þegar hann kom Tékkum yfir í leiknum.

Bernardo Silva var valinn maður leiksins að mati Eurosport en hann náði vel saman við samherja sína og var öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Francisco Conceicao var hetja Portúgala þegar hann kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Hann fær sjö í einkunn hjá Eurosport.

Portúgal: Costa 5, Dias 7, Pepe 6, Mendes 6, Dalot 6, Fernandes 7, Vitinha 6, Cancelo 7, Silva 8, Ronaldo, Leao 7.

Varamenn: Jota 7, Inacio 6, Semedo 6, Neto 7, Conceicao 7

Tékkland: Stanek 5, Hranac 5, Krejci 6, Holes 7, Soucek 7, Coufal 5, Doudera 6, Provod 8, Sulc 6, Schick 5, Kuchta 6.

Varamenn: Chytil 7, Lingr 7, Barak 6, Sevcik 6, Chory 6.


Athugasemdir
banner
banner
banner