Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   þri 18. júní 2024 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þorsteinn Aron Antonsson leikmaður HK var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavelli. Þorsteinn skoraði sigurmark HK.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Bara mjög góður, alvöru karakter sigur. Alvöru munur á hálfleikunum, ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka."

Fyrri hálfleikurinn hjá HK var ekki góður en þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn.

„Við vorum svo lélegir að við þurftum bara að rífa okkur í gang."

Markið sem Þorsteinn skorar var nokkuð skemmtilegt. Hann tekur bakfallspyrnu fáeinum metrum frá marki sem endar í netinu.

„Þetta var geggjað sko, ég veit eiginlega ekkert hvernig þetta var, þetta gerðist svo hratt. Maður fer alltaf í eitthvað 'blackout' þegar maður skorar. Ég þarf að kíkja á þetta."

HK er í 9. sæti eftir 10 leiki sem er töluvert betra en þeim var spáð. Flestir miðlar spáðu þeim neðsta sæti og því ágæt stigasöfnun að vera þar sem þeir eru.

„Mjög (góð stigasgöfnun). Við erum með alveg nógu gott lið til að halda okkur uppi, og ég hef enga trú á öðru."

Þorsteinn er á láni frá Val og hann gerir sér vonir um að geta komist inn í liðið þeirra á næsta tímabili.

„Það er markmiðið að komast inn í liðið hjá Val á næsta ári."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner