Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 18. júní 2024 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þorsteinn Aron Antonsson leikmaður HK var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavelli. Þorsteinn skoraði sigurmark HK.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Bara mjög góður, alvöru karakter sigur. Alvöru munur á hálfleikunum, ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka."

Fyrri hálfleikurinn hjá HK var ekki góður en þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn.

„Við vorum svo lélegir að við þurftum bara að rífa okkur í gang."

Markið sem Þorsteinn skorar var nokkuð skemmtilegt. Hann tekur bakfallspyrnu fáeinum metrum frá marki sem endar í netinu.

„Þetta var geggjað sko, ég veit eiginlega ekkert hvernig þetta var, þetta gerðist svo hratt. Maður fer alltaf í eitthvað 'blackout' þegar maður skorar. Ég þarf að kíkja á þetta."

HK er í 9. sæti eftir 10 leiki sem er töluvert betra en þeim var spáð. Flestir miðlar spáðu þeim neðsta sæti og því ágæt stigasöfnun að vera þar sem þeir eru.

„Mjög (góð stigasgöfnun). Við erum með alveg nógu gott lið til að halda okkur uppi, og ég hef enga trú á öðru."

Þorsteinn er á láni frá Val og hann gerir sér vonir um að geta komist inn í liðið þeirra á næsta tímabili.

„Það er markmiðið að komast inn í liðið hjá Val á næsta ári."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner