Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   þri 18. júní 2024 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þorsteinn Aron Antonsson leikmaður HK var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavelli. Þorsteinn skoraði sigurmark HK.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Bara mjög góður, alvöru karakter sigur. Alvöru munur á hálfleikunum, ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka."

Fyrri hálfleikurinn hjá HK var ekki góður en þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn.

„Við vorum svo lélegir að við þurftum bara að rífa okkur í gang."

Markið sem Þorsteinn skorar var nokkuð skemmtilegt. Hann tekur bakfallspyrnu fáeinum metrum frá marki sem endar í netinu.

„Þetta var geggjað sko, ég veit eiginlega ekkert hvernig þetta var, þetta gerðist svo hratt. Maður fer alltaf í eitthvað 'blackout' þegar maður skorar. Ég þarf að kíkja á þetta."

HK er í 9. sæti eftir 10 leiki sem er töluvert betra en þeim var spáð. Flestir miðlar spáðu þeim neðsta sæti og því ágæt stigasöfnun að vera þar sem þeir eru.

„Mjög (góð stigasgöfnun). Við erum með alveg nógu gott lið til að halda okkur uppi, og ég hef enga trú á öðru."

Þorsteinn er á láni frá Val og hann gerir sér vonir um að geta komist inn í liðið þeirra á næsta tímabili.

„Það er markmiðið að komast inn í liðið hjá Val á næsta ári."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner