Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   þri 18. júní 2024 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þorsteinn Aron Antonsson leikmaður HK var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavelli. Þorsteinn skoraði sigurmark HK.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Bara mjög góður, alvöru karakter sigur. Alvöru munur á hálfleikunum, ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka."

Fyrri hálfleikurinn hjá HK var ekki góður en þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn.

„Við vorum svo lélegir að við þurftum bara að rífa okkur í gang."

Markið sem Þorsteinn skorar var nokkuð skemmtilegt. Hann tekur bakfallspyrnu fáeinum metrum frá marki sem endar í netinu.

„Þetta var geggjað sko, ég veit eiginlega ekkert hvernig þetta var, þetta gerðist svo hratt. Maður fer alltaf í eitthvað 'blackout' þegar maður skorar. Ég þarf að kíkja á þetta."

HK er í 9. sæti eftir 10 leiki sem er töluvert betra en þeim var spáð. Flestir miðlar spáðu þeim neðsta sæti og því ágæt stigasöfnun að vera þar sem þeir eru.

„Mjög (góð stigasgöfnun). Við erum með alveg nógu gott lið til að halda okkur uppi, og ég hef enga trú á öðru."

Þorsteinn er á láni frá Val og hann gerir sér vonir um að geta komist inn í liðið þeirra á næsta tímabili.

„Það er markmiðið að komast inn í liðið hjá Val á næsta ári."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner